sunnudagur, 16. júlí 2017

Að byrja að blogga.

Góða kvöldið

Í dag tók ég ákvörðun um að byrja að blogga. Ég skal alveg viðurkenna það fyrir ykkur, að ég er skíthrædd við þetta. Ástæðan fyrir því er að mér finnst ég ekki vera nógur góður penni og heldur ekki nógu góð í íslenskri stafsetningunni. Get ég virkilega skrifað einhvað sem er öðrum gagnlegt? Eða er einhver Íslendingur sem les blogg í dag? Þarf maður ekki að vera frægur svo fólk les bloggið manns? 
En það kemur bara í ljós, kannski les einhver þetta. En ég veit að þetta mun hjálpa mér að komast áfram í minni baráttu við vigtina.  
Vangaveltur mínar undanfarna daga hafa verið að ýta við mér að byrja að blogga. Ég hef verið að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil og hef ekki möguleika að fá stuðning frá mínu nánustu. Já, ég bý nefnilega í útlöndum og er langt frá fjölskyldu minni. Stuðningurinn kom frá óvæntri átt. Ég mun segja frá mínum daglegum baráttu við lífið og frá fólkinu í kringum mig. Ég vil fá ykkar álit og jú, kannski mögulega get hjálpað öðrum sem eru að fást við sömu leiðilegu vandamál, hugsanir og áhyggjur. 
Ég hef verið með djúpar vangaveltur um lífið og tekið stórar ákvarðanir og framkvæmt stórt markmið þ.e.s breyta um lífstíl. Langar til að leyfa ykkur fylgjast með hvernig ég fer að því komast í mark. Mig langar til að skrifa aðeins um afbrýðisemi og að kunna ekki að samgleðjast með öðrum. Að taka ekki tillit til fólks og hvernig fólk kemur fram við aðra. Undafarna daga hefur þetta verið að angra mig. Ég mun skrifa undir nafninu LITLI LJÓTI ANDARUNGINN einfaldlega af því að ég vonast til þess að ég mun breytast í fallegan svan, þegar ég búin að ná að uppfylla öll litlu markmiðin í átt að því stóra.  
Þetta var fyrsta skrefið, er að blogga um baráttuna. 

Ég tók ákvörðun fyrir 5 mánuðum síðan að breyta um lífstíl. Ég ákvað að byrja á LCHF kúrnum. Eftir að hafa séð myndir af vinkonu móður minnar, sem hafði lést um -20 kg á þessum kúr. Þá ákvað ég að byrja, ég gæti þetta alveg. Ég gerði allt sem ég átti að gera og hægt og rólega hafa kílóin verið að fara. Ég hef lést og þyngst til skiptist. En eftir 3 mánuði, ekki misst nema 8 kg. Var ég orðin frekar óþolinmóð. Núna átti ég að vera búin að missa 20 kg, jafnvel meira. Tók ég þá ákvörðun að byrja í líkamsrækt. Ég er nefnilega ein af þeim óþólinmóðustu konum í heimi. Ég vil missa allt á einum degi. Afhverju ákvað ég að byrja í líkamrækt. Jú, ég var viss um að ég mundi missa meira ef ég færi í ræktina líka. En nei, ég byrjaði að þygnjast...:/


Góða nótt frá litla ljóta andarunganum.  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli